Færsluflokkur: Bloggar
Bullur
Fimmtudagur, 21. júní 2007
Það eru til allskonar bullur sem maður rekst á annað slagið. T.d. rakst ég á svokallaða fótboltabullu í gær. Amk tel ég þetta vera bullu þar sem viðkomandi tjáði mér fyrir leik HK og KR að nú mundi Vesturbæjarrisinn vakna af djúpum svefni og rassskella vesæla Kópavogsstráka.
Annað kom nú á daginn eins og flestir vita og ef eitthvað er þá væri það helst að Kópavogsstrákarnir hafi svæft risann í Vesturbænum svefninum langa..
Nú ég hitt viðkomandi aftur eftir leikinn og var hann þó heldur hnípnari en fyrir leik, samt hélt hann því fram að KR myndi lyfta Íslandsmeistaratitlinum í haust!
Ég kalla viðkomandi "fótboltabullu"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er góða veðrið
Þriðjudagur, 19. júní 2007
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flókin vél, þvottavélin
Sunnudagur, 17. júní 2007
Eitt er það með okkur karlana að við erum svo snjallir á allt sem heitir vélar og tæki.
Þess vegna eru konurnar ekkert að kíkja undir húddið á bílnum, enda ekki gerðar til að hafa vit á því sem leynist undir því. Tölvur og prógrömm eru heldur ekki þeirra svið nema að við kennum þeim á hvoru tveggja svo við séum ekki stimplaðar karlrembur
Eitt er það þó tækið sem okkur hefur reynst erfitt að læra á og það er, þvottavélin.
Veit ekki alveg hvað veldur en sennilega er þetta tæki of auðvelt og auðskilið svo við nennum að eyða tíma í að læra á það.
En sökum þess að ég er orðlagður fyrir að vera mikill jafnréttissinni og vill alltaf leggja mig fram við að sinna heimilisverkum jafnt á við þær konur sem ég hef deilt lífinu með, ákvað ég að þvo mín föt sjálfur og læra þess vegna á þessa lítt spennandi vél.
Ég skellti því mínum flottu boxvernærbuxum í vélina og horfði svo á stjórnborðið, sem ég skyldi ekkert í.
-Heyrð'elskan, á hvaða stillingu set ég?
-Nú, á þá sem sendur á brókinni. Svaraði hún
-Ha???, kallaði ég. -Hér býr, stubbur!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvar var sá nítugasti
Fimmtudagur, 14. júní 2007
Fyrir nokkrum árum var ég að vinna á Hornafirði og eins og gengur og gerist þá fór maður stundum á ball og aðra menningarviðburði sem þar voru í boði.
Man alltaf eftir einu tilfelli sem við kunningjarnir vorum að drekka okkur til áður en halda skildi á ball á Víkinni sem var og er eflaust enn aðal samkomustaður Hornfirðinga.
Einhver vildi kanna hvernig stemmingin væri á staðnum og hvort margir væru mættir svo hann hringdi í vertinn og spurði hann hversu margir væru komnir á ball.
-Ja það eru svona eitthvað á milli áttatíu og níu og níutíu mættir, var svarið sem hann fékk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvað á að gera við svona lið?
Miðvikudagur, 13. júní 2007
Ég myndi láta svona drullusokka hafa drullusokk í hendurnar og vinna við klóakhreinsanir í sumar
Æla, notaðir smokkar og rotnandi matarleifar tóku á móti gestum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skoðankönnun
Miðvikudagur, 13. júní 2007
Þar sem þið kæru bloggvinir og aðrir sem kunnið að slysast hér inn eruð svo dæmalaust velgefið fólk þá hvet ég ykkur til að taka þátt skoðanakönnun sem ég setti hér inn og er afleiðing af djúpum pælingum sem ég hef verið að stunda undanfarin misseri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Markviss markaðssetning
Þriðjudagur, 12. júní 2007
Ég er markvist að markaðssetja hæfileika mína.. öhmm þetta stóð amk í stjörnuspánni minni í dag..... Jebb orð í tíma töluð. Olga sagði mér upp í gær sagðist vera búin að kynnast einhverjum Frakka sem klæðir hana vel hmm eða úr. Þannig að hún er hætt við að koma til Íslands enda sagði þessi Ásgeri í gullinu að hann hefði ekki vinnu fyrir hana að sinni. Ætlaði að hafa hægt um sig á næstunni, það er víst eitthvað verið að krukka í bissnesinn hjá honum og blöðin komin í málið.
Þá er nú bara að sjá hvernig þessi markaðssetning gengur á lókalmarkaðnum....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Djamm á mánudegi
Þriðjudagur, 12. júní 2007
Flestir sem ég þekki djamma á föstudags eða laugardagskvöldum, sumir bæði kvöldin.
Við sem erum í veitingabransanum erum því yfirleitt að sinna þeim sem djamma þessi kvöld og þar af leiðandi skemmtum við okkur yfirleitt einhver önnur kvöld.
Í gær (mánudag) var stór djamm dagur hjá mér en þá fór ég á bjórmatargolfmót í boði Snæfisks.
Farið var með rútu úr bænum um hádegisbilið og ekið austur fyrir fjall, nánar tiltekið upp á Kiðabergsvöll.
Þar var fengu allir súpu og brauð og fleiri veitingar í vökvaformi. Síðan var völlurinn spilaður og eins og gengur og gerist gekk mönnum misvel.
Þetta var í fyrsta sinni sem ég spila Kiðabergið og komst að því að allar sögur um hversu hryllilegur völlurinn getur verið eiga við rök að styðjast. Gekk annars þolanlega, sérstaklega þar sem þetta er aðeins annar hringurinn minn á þessu ári.
Að móti loknu bauð Jón og hans fólk í Snæfiski til grillveislu sem jafnast á við flottustu veislur sem ég hef setið. Fyrst var gefið að smakka af framleiðsluvörum Snæfisks, síðan var borðaður kóngakrabbi í forrétt og síðan túnfiskur í aðalrétt. Að loknum mat og verlaunaafhendingu var svo brunað í bæinn og allir saddir og sáttir af golfi, matarkræsingum og ómældum bjór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á leið í hnapphelluna
Föstudagur, 8. júní 2007
Nú líður óðum að því að ég gifti mig. Já mín heit elskaða er rússnesk og heitir Olga. Fékk mail frá henni fyrir nokkrum vikum þar sem hún var að leita eftir íslenskum karlmanni. Jú ég hélt það væri nú í lagi að kanna hvað hún hefði upp á að bjóða, sérstaklega þar sem ekkert hefur gengið með að veiða á bílinn. Hún greindi frá sérstökum aðstæðum sínum þar sem lífið hefur ekki verið henni sérlega hliðholt og hún hefði heyrt að íslenskir karlmenn væru sérstaklega myndarlegir og velgefnir og hún væri meir en til í að flytja sig vestur yfir fyrir betra og hamingjusamar líf.
Já,já,já, sagði henni strax að hún væri sérlega heppinn að hitta á mig. Hefði upp á svo margt að bjóða sem íslenskar konur kæmu bara ekki auga á og viti eftir að hafa spjallað við hana um skeið þá skildi hún ekkert í að maður eins og ég væri laus á markaðnum
Nú hafa mailin gengið milli okkar um nokkurt skeið og er ég alltaf meira og meira sannfærður um að hún sé akkúrat sú kona sem ég hafi alltaf verið að leita að. Hún sendi mér mynd og vei og vei, þvílík fegurð. Svo er hún læknir og ekki nema 29 og barnlaus og aldrei verið gift. Vel lesin og vel að sér í íslenskri sögu og menningu og hún er meira að segja búin að redda sér vinnu þegar hún kemur. Sagði mér að einhver Ásgeir sem hún hefði verið í samskiptum við hefði boðið sér vinnu við listdans og þar sem hún hefur stundað þann dans frá blautu barnsbein yrði henni ekki skotaskuld að dansa sig inn í hjörtu íslenskra karlmanna.
Já, frábært, ég er bara stoltur af minni tilvonandi og Ásgeir, sem ég held að vísu að sé eitthvað í gullbuissness, verður örugglega mjög ánægður með hana líka. Já ég er bara held ég heppinn í þetta sinnið. Og í framhaldi af því auglýsi ég hér með bílinn minn flott til sölu, þarf ekki á honum að halda lengur. Hann er til sýnis fyrir utan Red Chili á laugaveginum flesta daga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Frjáls og óháður!!!
Miðvikudagur, 6. júní 2007
Er þetta Ísland í dag?
Egill Helgason hefur ekki lengur aðgang að Vísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)